Mesta hættan sem laxeldi í opnum sjókvíum hefur í för með sér er nánast óumflýjanleg erfðablöndum fiska sem sleppa við villta laxastofna. Við erfðablöndunina veikjast villtu stofnarnir mjög og afleiðingarnar eru óafturkræfar.

Afleiðingarnar af laxeldi hafa verið skelfilegar í Noregi. Þar hafa 80% villta laxastofna orðið fyrir varanlegri erfðablöndun frá laxeldinu. Afleiðingarnar eru þær að villtu laxastofnarnir hafa dregist saman um 50% frá því eldi hófst i Noregi. Heildarstofninn taldi eina milljón laxa, en er nú um 500.000 fiskar.

Í Noregi er ástand 148 villtra stofna vaktað. Samkvæmt nýjustu rannsóknum var ástand 80% þeirra mjög slæmt, slæmt eða nokkuð slæmt. Þetta er upplýsingar um ástandið úr nýjustu skýrslunni:

63 stofnar – mjög slæmt
14 stofnar – slæmt
42 stofnar – nokkuð slæmt
29 stofnar – gott eða mjög gott

Aðferðir eldismanna hér á landi eru síðan enn varhugaverðari því sá laxastofn sem er notaður í eldinu er erfðabreyttur innfluttur norskur eldislax. Er sem sagt fullkomið aðskotadýr í íslenskri náttúru þegar hann sleppur.