Góð hvatningarorð frá Noregi:

„Sem dæmi um hve vel hefur tekist til með lokuð kerfi þá hefur fyrirtæki í Noregi, Akvafuture, ræktað lax í lokuðum sjókvíum síðan árið 2012 án þess að þurfa að eiga við sjúkdóma eða laxalús. Íslendingar ættu einungis að notast við lokuð kerfi því það er sjálfbært kerfi og þeir gætu þannig fengið meiri gæði og hærra verð og selt til veitingastaða,“ segir Jens Olav Flekke í samtali við Fréttablaðið.

„Mörg vandamál á borð við laxalús, saurmengun og laxasleppingar fylgja opnum sjókvíum. Laxalúsin er stórt vandamál og sérstaklega þegar hún leggst á villt laxaseiði sem koma til sjávar. Lúsin sem lifir í fjörðunum í miklu magni vegna fiskeldisins hreinlega drepur seiðin,“ segir Jens.

„Í Noregi falla til um 550 þúsund tonn af saur á sjávarbotninn árlega og margra metra þykkt lag myndast víða sem gerir þaðað verkum að ekkert vex á botninum og hann verður að eyðimörk,“ bætir hann við.