Sú hugmynd að kafarar eigi að fá hlutverk í meintum mótvægisaðgerðum gegn laxeldi í opnum sjókvíum er í besta falli flótti frá því að horfast í augu við raunveruleikann. Á Íslandi eru hátt í hundrað laxveiðiár, til viðbótar eru tugir áa með lax og silung sem eru ekki skráðar formlega sem veiðiár. Vatnasvæði þessara áa nær yfir hundruði kílómetra og í mörgum tilfellum gengur laxinn fyrst í beljandi jökulfljót áður en hann fer til heimkynna sinna í bergvatnsánum. Hvernig ætla kafarar að finna eldislax í ám á borð við Ölfusá og Hvítá þar sem þeir geta ekki einu sinni fundið bíla sem hafa farið þar niður?

Þar að auki er er í mörgum tilvikum útilokað að þekkja eldislax sem sleppur snemma úr eldiskvíum frá villtum fiski eingöngu út frá útliti. Við vitum nú þegar að í Noregi þarf DNA próf til að greina sleppifisk.

Því miður eru þessar hugmyndir tómur hugarburður af hálfu þeirra sem leggja þær fram. Það er líka hlálegt að vísa til Noregs sem góðs fordæmis í þessum efnum. Rúmlega 60 prósent villtra norskra stofna bera merki alvarlegrar eða mjög alvarlegra erfðablöndunar. Það segir allt sem segja þarf um þær mótvægisaðgerðir sem hafa verið notaðar í Noregi.

Þetta er sem sagt algjör steypa.

Sjá umfjöllun RÚV.