Við mælum með þessu viðtali við Magnús bónda í Norðtungu sem talar tæpitungulaust um hvernig verið er að vega að hagsmunum og lífsviðurværi fólks í hinum dreifðu byggðum.

„Við höfum í hundrað ár haft tekjur af náttúruvænni sölu veiðileyfa til dýrustu ferðamanna sem hingað til lands koma. Nú leyfa menn sér hins vegar að hæðast að okkur í skrifum og telja okkar hagsmuni einskis virði. Menn láta eins og ekkert sé að marka Hagfræðistofnun Háskóla Íslands sem bendir á í nýlegri skýrslu um lax- og silungsveiði að hvorki fleiri né færri en 3.400 lögbýli hafa tekjur af lax- og silungsveiði í hinum dreifðu byggðum landsins og virði greinarinnar er 170 milljarðar króna. Veiðifélögin eru alls 212. Það er því verulega ómaklegt hvernig talað er niður til hlunnindabænda af fólki sem hefur stundarhagsmuni af að þjóna tiltölulega fámennri klíku norskra auðkýfinga og öðrum minni spámönnum sem taka stöðu gegn okkar hagsmunum,“ segir Magnús í viðtali við Skessuhorni.