Heimsmarkaðsverð á kavíar er að hrynja vegna þess að Kínverjar eru farnir að fjöldaframleiða þessa vöru sem var fágætt og rándýrt lostæti fyrir örfáum árum, eins og segir frá í þessari frétt Wall Street Journal.

Kínverjar eru nú að fara af stað með gríðarlega framleiðslu af laxi í risaúthafskvíum sem er sökkt langt frá strandlengjunni. Engin ástæða er til að efast um að sama mun gerast í verðlagningu á laxi og á kavíar þegar fram líða stundir. Greinendur á þessum markaði benda á að sú samkeppni sem mun fyrst leggja upp laupana er sjókvíaeldi sem þarf að fljúga sinni vöru um langan veg á markað.