Þorsteinn Joð fangar kjarna málsins í þessari frétt á Vísi:

„Þetta er eitt stærsta umhverfismál á Íslandi hin síðari ár og snýr að verndun auðlinda, fjarðanna og villtu laxastofnanna. Það er ekki nokkur maður á móti laxeldi, frekar en hefðbundnum sjávarútvegi eða landbúnaði, málið snýst um aðferðirnar. … Ég held að það sé mikilvægt fyrir okkur að sjá þetta mál í stærra samhengi en semur nemur einhverjum deilum milli landsbyggðar og höfuðborgar á Íslandi. Við höfum tækifæri á að læra af reynslu annara þjóða og myndin útskýrir vel hvers vegna sjókvíaeldi á laxi er svona skaðlegt fyrir íslenska náttúru.“

Vísir fjallaði um frumsýningu myndarinnar:

“Þorsteinn J. Vilhjálmsson hefur unnið heimildarmynd sem heitir “Undir yfirborðinu” þar sem m.a. er farið yfir þann skaða sem kvíaeldi hefur valdið í öðrum löndum.  Í myndinni er skoðuð reynsla annara þjóða þegar kemur að sjókvíaeldi á laxi, viðtöl í Skotlandi, Noregi, Svíþjóð, Bandaríkjunum og á Íslandi. Allstaðar hafa sömu vandamál komið upp, tengd mengun frá sjókvíunum sjálfum og erfðablöndun við villta laxastofna þegar eldislaxinn sleppur.”