Í gær skrifuðu Hafrannsóknastofnun og fulltrúi breska milljarðamæringsins Jim Ratcliffe undir samkomulag um að Ratcliffe fjármagni umfangsmikla rannsóknaráætlun í tengslum við vernd Norður-Atlantshafslaxins í ám á Norðausturlandi í samvinnu við Hafrannsóknastofnun.

Í frétt RÚV kemur fram að stofunin mun starfa með Imperical College í London við gerð áætlunarinnar:

“Greint var frá því á blaðamannafundi í dag að verkefnið væri liður í sjálfbærri langtímaverndaráætlun Hafró og Ratcliffes. Markmiðið væri að íslenskar laxveiðiár yrðu áfram þær bestu og sjálfbærustu í heimi. Kostnaðurinn við rannsóknina verði í kringum 80 milljónir.

Hafró starfar með Imperical College í London við gerð áætlunarinnar. Í tilkynningu sem fulltrúi Ratcliffes sendi fjölmiðlum í morgun kemur fram að rannsóknaráætlunin eigi að styðja við vernd norður-atlantshafslaxins í ám á Norðausturlandi.