Hér er sláandi frétt úr norska ríkissjónvarpinu sem sýnir hvernig heilu sjókvíarnar og annað drasl úr sjókvíaeldi er að hlaðast upp í náttúrunni í Noregi: leiðslur, kaðalbútar, alls kyns rör og einangrunarplast. Sjókvíaeldisfyrirtækinn þykjast svo ekki kannast við draslið og það lendir á almennningi og sveitarfélögunum að hreinsa sóðaskapinn upp. Allt er þetta óþægilega kunnuglegt.

Fréttin byrjar á mínútu 26,42 en einnig er hægt að smella á kassa 13 undir spilaraglugganum á vef NRK til að fara beint á hana.