Hér er komin fram stórfurðuleg staða! Þeir sem standa að sjókvíeldi við Ísland eru beiningamenn á ríkissjóði. Í Noregi greiða þeir hins vegar milljónir fyrir að setja kvíar út í sjó. Sömu eigendurnir, en sitt hvort landið.

Skv. frétt Vísis:

“Útgjöld ríkissjóðs til Umhverfissjóðs sjókvíaeldis munu aukast um meira en hundruð milljónir króna samkvæmt nýju frumvarpi um fiskeldi og munu nema 260 milljónum króna á árinu 2020. Sjóðurinn á að greiða fyrir rannsóknir og mat á burðarþoli fyrir laxeldi og því verður atvinnugreinin að hluta niðurgreidd af ríkinu.”