Fréttir
Fulltrúar sjókvíaeldisfyrirtækjanna á Alþingi kvarta undan því að lagareldisfrumvarpið hafi ekki náð í gegn
Fréttastofa RÚV segir nú frá því að tveir af þingmönnum Framsóknarfloksins, Halla Signý Kristjánsdóttir og Iða Marsibil Jónsdóttir, hafi nýtt ræður sínar í störfum þingsins til að lýsa vonbrigðum með að frumvarp um lagareldi yrði ekki samþykkt á þessu þingi. Báðar...
William Shatner liggur ekki á skoðunum sínum
Kanadíski leikarinn William Shatner sendir sjókvíaeldisfyrirtækjunum hressilegar kveðjur í myndskeiðinu sem hér fylgir. https://musebyclios.com/environment/awesomely-unhinged-bill-shatner-slams-open-net-salmon-farms
Góðar fréttir: Lagareldisfrumvarpið fer ekki í gegn á þessu þingi
Þetta eru gríðarlega góðar fréttir. Mjög sérstakt er þó að sjá formann atvinnuveganefndar nefna sem ástæður ágreining milli stjórnarflokkanna um „skattheimtu og gjaldtöku“. Í þessu felst ákveðin vísbending um hvað er framundan. Um þess þætti frumvarpsins, „skattheimtu...
Allt fiskeldi í Bresku Kólumbíu þarf að vera komið á land innan fimm ára
Já takk Vísir fjallar um þessi gleðilegu tíðindi: Stjórnvöld í Kanada hafa ákveðið að banna fiskeldi í opnum kvíum við strendur Bresku-Kólumbíu. Bannið tekur gildi eftir fimm ár og hefur verið fagnað af umhverfisverndarsinnum. Bannið er framhald af stefnumótun sem...
Allt á sömu bókina fellt: Of fáir starfsmenn til að bregðast við slysasleppingu hjá Arctic Smolt
Á undanförnum mánuðum hafa eldisfiskar sloppið úr sjókvíum og landkerjum Arctic Fish í sjóinn og fullorðnir eldislaxar strádrepist vegna skelfilegra laxalúsarplágu og bakteríusmits. Allt er þetta hluti af sjókvíaeldi, sem er óboðleg aðferð við matvælaframleiðslu....
Norskir sérfræðingar segja að afföll í sjókvíum yfir 5% séu óásættanleg: Hér á landi eru þau 23%
Í vor kölluðu norsk samtök líffræðinga og sérfræðinga á sviði fisksjúkdóma eftir því að norsk stjórnvöld myndu skikka sjókvíeldisfyrirtækin til að koma afföllum undir 5 prósent á ári. Í fyrra drápust um 17 prósent eldislaxa í sjókvíum við Noreg. Hér var hlutfallið...
Stjórnarformaður Arnarlax græðir, hvort sem fiskurinn drepst í kvíunum eða er slátrað til manneldis
Fyrrverandi stjórnarformaður Arnarlax græðir líka þegar eldislaxarnir drepast í sjókvíunum. Dauðinn fer þar vaxandi ári frá ári. Heimildin fjallar um fyrirtækjarekstur Kjartans Ólafssonar. Kjartan Ólafsson, hluthafi og stjórnarmaður í Arnarlaxi um margra ára skeið, á...
Lögmaður landeigenda við Ísafjarðardjúp segir MAST hafa skapað ríkinu stórfellda skaðabótaskyldu
Ríkisendurskoðandi gaf stjórnsýslunni í kringum sjókvíaeldi á laxi fullkomna falleinkunn í ítarlegri skýrslu i fyrra og skoðanakannanir sýna að þjóðin er mjög andsnúin þessum skaðlega iðnaði Ekkert breytist þó. Kerfið mallar áfram í einkennilegri meðvirkni og...
„Áhrifin geta komið fram samstundis“ – grein Kjetil Hindar
Þetta er grein sem við rifjum reglulega upp. Kjetil Hindar er einn af fremstu vísindamönnum Noregs. Hann útskýrir á einfaldan og auðskiljanlegan hátt skaðann af erfðablöndun eldislax við villta laxastofna. Kjetil kom fyrir atvinnuveganefnd Alþingis á dögunum í tilefni...
Fögur fyrirheit sem voru svikin: Lofuðu „zero tolerance“ en skiluðu bitlausu lagafrumvarpi
Þegar þáverandi matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, og Kolbeinn Árnason, skrifstofustjóri fiskeldis í matvælaráðuneytinu kynntu áform um breytta löggjöf um sjókvíaeldi á Hilton Nordica hótelinu síðasta haust gerðu þau bæði mikið úr því að hörð viðurlög yrðu við...
Þjóðaröryggi fórnað á altari skammtímagróða
Það skýtur skökku við að á sama tíma og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra boðar í fjölmiðlum stóreflingu netöryggis á Íslandi þá hefur hún sýnt öryggi fjarskiptastrengjanna sem tengja Ísland við umheiminn einkennilegu sinnuleysi....
Arnarlax fær rekstrarleyfi í Ísafjarðardjúpi þvert á afdráttarlausa höfnun Samgöngustofu
Samgöngustofa hlýtur að láta sverfa til stáls útaf þessari stjórnsýslu Matvælastofnunar (MAST). Mast hefur veitt Arnarlaxi rekstrarleyfi til sjókvíeldis á þremur stöðum í Ísafjarðardjúpi, þvert á afgerandi mat Samgöngustofu um að það væri óheimilt að veita leyfi á...