Frábær liðsstyrkur! Hópur þeirra sem vilja standa með íslenskri náttúru eflist með hverjum degi sem líður.

Í Fréttablaðinu var fjallað um límmiðana og átakið sem IWF hefur staðið fyrir til að vekja athygli neytenda á mikilvægi villtra laxastofna og hættunnar sem náttúrunni stafar af opnu sjókvíaeldi.

Sjá umfjöllun Fréttablaðsins:

„Það er mikið spurt hvernig lax við erum með. Fólk er að spá í þetta,“ segir Hrefna Sætran sem rekur Grillmarkaðinn og Fiskmarkaðinn. Miðar frá Icelandic Wildlife Fund eru komnir í glugga beggja veitingahúsanna.

Hún segir of snemmt að spyrja um áhrif límmiðanna enda nýkomnir upp en hún segir fólk verða mjög fegið og ánægt að heyra hver uppruni laxins á matseðlinum sé.