Landssamtök fiskeldisstöðva þykjast nú ekki kannast við áður uppgefnar upplýsingar sínar um skólpmengun frá sjókvíaeldi. Samtökin sögðu áður skólpmengunina frá hverju tonni vera á við átta manns, en segja mengunina nú vera á við frá fjórum manneskjum.

Norska umhverfisstofnunin segir hins vegar að mengunin frá hverju tonni sé ígildi 16 manns. Það er auðvelt að álykta hverjir eru að segja satt í þessu tilviki.

Fjallað var um þetta mál í kvöldfréttum Stöðvar 2.