Arnarlax hefur ekki hugmynd um hversu margir af þeim 150 þúsund norsku eldislöxum sem voru í sjókvínni hafa sloppið út. Þetta gerist á miðju sumri og starfsmenn fyrirtækisins hafa ekki heldur hugmynd um hvernig götin komu á sjókvína.

Svo segja talsmenn fiskeldisfyrirtækina að þeir séu með fullkomnasta búnað sem völ er á. Það kann að vera rétt en sjókvíaeldistæknin er hins vegar svo frumstæð að jafnvel fullkomnasta gerð hennar mun alltaf bila.

Í síðustu viku sluppu rúmlega 900 þúsund eldislaxar út þegar fjölmargar kvíar í glænýrri sjókvíaeldisstöð norska fyrirtækisins Marine Harvest við Chile brustu í vondu veðri fyrsta veturinn á suðurhveli sem sem stöðin var starfrækt.

Það er auðvitað ólíðandi að verið sé að auka þessa frumstæðu starfsemi hér við land.

Sjá umfjöllun RÚV.