NÝ FRÉTT: Arnarlax hefur fengið heimild til að nota lúsaeitur í sjókvíum sínum í Arnarfirði. MAST gefur leyfið og undir fundargerðina, þar sem ákvörðunin var tekin, skrifar Gísli Jónsson, dýralæknir fisksjúkdóma. Þetta er sami Gísli og sagði fyrir tveimur árum að „sökum norðlægrar legu Íslands, og ekki síst þeirra svæða sem heimilt er að ala lax í sjókvíum frá 2004, á lúsin erfitt uppdráttar og getur á engan hátt orðið sambærilegt vandamál og hjá nágrannaþjóðum okkar.“ … og að: „meðhöndlun gegn lús hefur aldrei þurft að koma til álita í laxeldi á núverandi slóðum sjókvíaeldis.“

Síðan Gísli lét þessi orð falla á málþingi Landssambands fiskeldisstöðva vorið 2016 hefur margsinnis þurft að eitra fyrir lús í sjókvíum við Íslands enda dæmi um „að allur fiskur hafi verið alvarlega lúsugur í kvíum laxeldisfyrirtækja þar sem sár hafi verið farin að myndast á fisknum sem hafi haft áhrif á hann,“ einsog sagði í umfjöllun Fréttablaðsins í vikunni.

Sjá frétt á vef MAST.