Ingólfur Ásgeirsson flugstjóri og einn af stofnendum The Icelandic Wildlife Fund birtir grein um hrollvekjandi framtíðarsýn í Fréttablaðinu.

Ingólfur segir m.a. í grein sinni:

Furðu lítið hefur farið fyrir umræðum um að fiskeldi í opnum sjókvíum er verulega mengandi iðnaður. Við skulum hafa í huga að ofangreindar tölur Landssambands fiskeldisstöðva um „klóakrennsli frá 8 manns“ eru mjög varfærnar. Alþjóðleg umhverfissamtök vísa til rannsókna sem sýna að skólpið frá hverju tonni samsvarar frárennsli 9 til 20 manns. Þó ekki sé farið hærra en í 16 manns á þeim skala þá yrði skólpmengunin frá 71 þúsund tonna eldi – eins og Hafrannsóknastofnun telur rétt að leyfa – á við það sem rennur til sjávar frá rúmlega 1,1 milljón manns. Það er hrollvekjandi framtíðarsýn.