Fiskeldi Austfjarða mokar nú upp dauðum laxi í tonnavís úr sjókvíum sínum í Berufirði – mögulega 30 til 40 tonnum að mati heimamannsins sem tók meðfylgjandi myndir. Þetta eru hrikalegar aðfarir. Ef magnið er rétt metið, er verið að farga allt að 8.000 löxum. Til samanburðar telur allur villti íslenski laxastofninn um 80.000 fiska. Samkvæmt norskum rannsóknum er talið að um og yfir 20 prósent eldislaxa drepist að jafnaði í sjókvíum vegna sjúkdóma og aðstæðna. Það eru skelfilegar tölur.

https://www.facebook.com/boggi.tona/posts/10215180779534328?__tn__=H-R