„Þetta framferði getur ekki gengið áfram. Það er gríðarlega ábyrgðarlaus. Þessi vinnubrögð ógna hreinlæti og umhverfinu,“ segir formaður sjávarútvegs- og fiskeldisnefndar þingsins í Chile.

Staðfest hefur verið að norska fyrirtækið Marine Harvest missti frá sér að minnsta kosti 680 þúsund eldislaxa þegar vetrarlægð gekk yfir fiskeldisstöð sem félagið sjósetti í fyrra og átti að standast öll veður.

Formaðurinn, Gabriel Ascencio Mansilla, tók fram að hann væri ekki aðeins að tala um Marine Harvest heldur öll sjókvíaeldisfyrirtæki sem eru starfandi í Chile.

Þetta er eitt stærsta slys sem hefur orðið í sögu fiskeldis á þessum slóðum.

Atvikið sýnir í hnotskurn að heitstrenginar um fullkomnasta búnað sem völ er á við sjókvíaeldi eru einskis virði. Þessi tækni er svo frumstæð og ófullkomin að spurningin er ekki hvort hún bresti heldur hvenær. Þess vegna á allt laxeldi að fara upp á land.

Sjá umfjöllun SalmonBusiness.