Hér er skjáskot af merkilegu viðtali við stofnanda Fjarðalax sem birtist í Morgunblaðinu árið 2012. Fyrirtækið var þá komið með sjókvíar í Tálknafirði, Patreksfirði og Arnarfirði en þegar viðtalið var tekið voru komin til sögunar önnur fyrirtæki sem vildu fá leyfi fyrir starfsemi á sömu slóðum.

Á þessum árum hafði laxalús ekki verið vandamál í íslensku sjókvíaeldi, ólíkt því sem nú er orðið en frá 2017 hefur eiturefnum margsinnis verið hellt í sjó fyrir vestan í baráttu gegn lúsinni. Er það einmitt staðan sem stofnandi Fjarðarlax varaði við í þessu viðtali á sínum tíma:

„Ég ætla ekki að láta það verða mína arfleifð á Íslandi að stefna villta íslenska laxastofninum í hættu. Ef leyft verður að hafa þriggja kynslóða eldi í sama firðinum, sama hversu stór hann er, verður til lúsaverksmiðja og ávísun á umhverfisslys.“