MAST fór í lok febrúar í vettvangsferð til að skoða starfsstöðvar Arnarlax í Hringsdal í Arnarfirði og Laugardal í Tálknafirði eftir það tjón sem varð þar og áður hefur verið sagt frá.

Í upphafi var talið að 53.110 fiskar hefðu drepist af 194.259 fiskum sem voru í sjókví í Tálknafirði, en samkvæmt þessari frétt MAST eru enn fiskar að drepast í stórum stíl. Umfangið verður ekki ljóst fyrr en eftir nokkra mánuði. Gera má ráð fyrir talsverðum dauða til viðbótar á þeim tíma.

Rík ástæða er til að huga rækilega að dýravelferð í laxeldi, en sem betur fer eru vaxandi kröfur í þá veru í þeim löndum þar sem laxeldi er orðið stóriðnaður. Það er óviðunandi að fyrirtæki búi svo að skepnum sínum að gert sé ráð fyrir að 20 pósent þeirra lifi ekki vistina í kvíunum af, eins og hefur komið fram hjá stjórnarformanni Arnarlax.