í Morgunblaðinu í dag er merkilegt viðtal við Arve Nilsen, norskan sérfræðing í fisksjúkdómum. „Íslendingar ættu ekki að endurtaka okkar mistök. Ef Íslendingar vilja auka umsvif sín í fiskeldi með þátttöku Norðmanna, án þess að byggja á rannsóknum gæti þróunin orðið til verri vegar,“ segir Arve.

Í viðtalinu er farið yfir það sem gerðist í Chile þegar laxeldið var byggt upp þar fyrir norskt fjármagn og hrundi svo með mjög afdrifaríkum afleiðingum fyrir sjávarbyggðir og umhverfið. Einnig er fjallað um fjölmörg vandamál sem tengjast laxeldi í Noregi.

Við mælum eindregið með þessu viðtali. Það er á blaðsíðu 30 í Morgunblaðinu, en blaðið var í aldreifingu í morgun og kom því inn um lúguna ókeypis hjá öðrum en áskrifendum.

https://www.facebook.com/icelandicwildlifefund/photos/pcb.482315748902660/482315415569360/?type=3&theater