Hér er sagt frá spennandi tilraun sem er að hefjast með lokaðar laxeldiskvíar í sjó við Norður-Noreg. Norska fyrirtækið Cermac er byrjað að setja út seiði í kvíar sem eru samkvæmt lýsingu gerðar úr sterkum segldúki. Sjó er dælt inn í þær af þrettán metra dýpi.

Þetta munu vera stærstu sjókvíar heims sem nota sveigjanlegt efni í veggi. Með þeim á að vera hægt að tryggja betri velferð eldisdýranna, lágmarka hættu á að fiskur sleppi og svo er afgangs fóður og saur hreinsaður og endurnýttur.

Verkefnið er enn á tilraunastigi. Meðal þess sem á eftir að koma í ljós er hvernig þessi gerð af sjókvíum stenst grimm vetrarveður. Mörg dæmi eru um að opnar sjókvíar hafa farið illa í vondu veðri. Skemmst er að minnast þegar nýleg sjókvíaeldisstöð Marine Harvest við Chile fór svo illa í óveðri að rúmlega 900 þúsund fiskar sluppu. Er það talið eitt stærsta umhverfisslys sem hefur orðið í Chile.

Production to start at Cermaq’s new closed containment system in Norway