Karl Steinar Óskarsson bendir á þessa síðu sem norska ríkið starfrækir. Samkvæmt þessu opinbera eftirliti hafa fyrstu fimm mánuði ársins 2018 sloppið 112.592 laxar sem viktuðu 231,4 tonn.

Þetta eru tölur sem eldisfyrirtækin gefa upp. Vikulega eru birtar upplýsingar um starfsemi fiskeldisfyrirtækjanna. Sérstaklega er fylgst með magni af laxalús í kringum eldið, sjúkdómum og slysasleppingum.

Sjá síðu BarentsWatch.