Séra Gunnlaugur ítrekar hér punkt sem hvorki sjókvíaeldisfyrirtækin né löggjafinn hafa treyst sér til að svara með sannfærandi hætti. Í Noregi er stranglega bannað að nota í eldi laxastofna sem koma frá öðrum löndum. Hér við land er hins vegar norskur eldislax í kvíunum, sem eykur mjög þá ógn sem villtum laxastofnum stafar af sleppifiski.

Á sama tíma og þeir stjórnmálamenn sem mest tala um að hér þurfi að taka upp ströngustu staðla sem gilda um sjókvíaeldi í Noregi láta þeir eins og þessi staðreynd sé ekki til staðar. Grein séra Gunnlaugs birtist á Vísi:

„Vonarneisti er þó í áhættumatinu sem gæti hægt á óafturkræfum skaða fyrir lífríkið. Matið verður því að hvíla á vísindalegum forsendum þar sem villti laxinn njóti vafans með ýtrustu varkárni í fyrirrúmi á forræði Hafrannsóknastofnunar. Þar mega ævintýri „mótvægisaðgerða“ ekki rugla í ríminu – og þó að norskir eldisrisar heimti að græða meira.

Áhættumatið má aldrei verða að bitbeini á pólitísku markaðstorgi.“