Góð grein hjá Jóni Þór Ólasyni í Fréttablaðinu í dag.

„Það er sama hvort litið er til Noregs, Skotlands, Kanada eða Chile, reynslan sýnir að slysasleppingar eru óhjákvæmilegar í öllu opnu sjókvíaeldi, sama hvað viljinn er góður. Tilvísun Einars í greininni, um að slysasleppingum í Noregi hafi fækkað verulega, er hjákátleg í ljósi þess að bara í febrúarmánuði var greint frá því í fréttum að langstærsta laxeldisfyrirtæki Noregs, Marine Harvest, hefði lent í hremmingum vegna slysasleppinga. Þannig hefðu 54 þúsund laxar sloppið úr kví í Þrændalögum auk þess sem uppgötvast hefði stórt gat á nót í eldiskví fyrirtækisins í Austvika í Flatanger en í nótinni hefðu verið 138 þúsund laxar. Ekki lá þó fyrir hve margir laxar hefðu sloppið þar. Vænti ég þess að þær kvíar sem eru í notkun hjá Marine Harvest séu síst verri búnaður en notaður er hérlendis.

Það að halda því fram að sjókvíaeldi á laxi sé unnt að stunda í góðri sátt við náttúruna er fimbulfamb.“