Afar góð grein frá Stefáni Má Gunnlaugssyni og ákall hans til Guðmundar Inga umhverfisráðherra, sem við hljótum að gera ráð fyrir að standi með okkur vörð um umhverfi og lífríki Íslands:

“Miklar vonir voru bundnar við nýjan umhverfisráðherra sem kallaður var til þjónustu í ríkisstjórn úr samtökum náttúruverndar, þar sem hann hafði orð á sér fyrir málafylgju í þágu umhverfis og náttúruverndar. Afstaða og framganga Guðmundar Inga umhverfisráðherra varðandi opna sjókvíaeldið er því prófsteinn á trúverðugleika hans eða hvort pólitísku eftirmælin verði að á hans vakt hafi villta laxastofninum verið fórnað fyrir norskt fiskeldi á Íslandi.”