Norska ríkissjónvarpið afhjúpar nú hvert hneykslismálið á fætur öðru af háttalagi sjókvíaeldisfyrirtækjanna þar í landi. Í fréttinni sem hér fylgir er sagt frá því hvernig tvö dreifingarfyrirtæki meðhöndluðu eldislax úr nákvæmlega sömu eldislotu og slátrun á mismunandi hátt. Annað fyrirtækið úrskurðaði laxinn óhæfan til manneldis og sendi hann í dýrafóður. Hitt sendi hann sem „úrvalsvöru“ á neytendamarkað.
Stóru sjókvíaeldisfyrirtækin hér á landi, Arctic Fish og Arnarlax eru bæði með norska forstjóra. Fróðlegt væri að heyra hvaða gæðareglur eru þar til staðar.
Við vitum að stjórnendur beggja fyrirtækja eru reglulegir lesendur þessarar síðu og bjóðum þeim að gera grein fyrir þessum þætti starfseminnar.