Forsvarsmenn íslenskra fiskeldisfyrirtækja nefna reglulega að stóraukið eldi við Ísland muni uppfylla ströngustu kröfur að norskri fyrirmynd. Þessar heitstrengingar eru einskis virði. Fiskeldi í opnm sjókvíum er mjög frumstæð tækni þar sem ekki er hægt að koma í veg fyrir slys þar sem fiskur sleppur úr kvíunum. Afleiðingarnar eru óafturkræfar eins og má einmitt sjá í Noregi þar sem 66% villtra laxastofna hefur orðið fyrir erfðamengun frá eldinu og veikst verulega fyrir vikið.
Á Íslandi höfum við kjöraðstæður, jarðhita, nægt vatn og landrými, til að byggja upp umhverfisvænt fiskeldi í lokuðum kerfum á landi þar sem það ógnar ekki villtum stofnum.
Það er glæpur gegn íslensku dýraríki að leyfa hér umfangsmikið iðnaðareldi með innfluttum norskum eldislaxi í opnum sjókvíum.
Ísland er síðasta vígi Norður-Atlantshafslaxins. Okkur ber skylda til að verja það með öllum ráðum.