Fréttin af þessari vísindarannsókn er mikilvæg áminning um að mannkyn verður nú þegar að bæta umgengni sína við náttúruna. Alltof mikið er notað af eiturefnum við matvælaframleiðslu. Þetta á ekki síst við um laxeldi í sjókvíum þar sem skordýraeitri er hellt beint í opinn sjó til að drepa laxalús sem þrífst á fiskinum í miklum mæli. Auðvitað rennur svo eitrið beint úr kvíunum og hefur slæm áhrif á næsta umhverfi.

Þetta eru forkastanleg vinnubrögð sem þarf að binda enda á. Það er þó ekki í sjónmáli því einsog kom fram hjá forráðamanni stærsta sjókvíaeldisfyrirtæki landsins er laxalúsin viðvarandi hluti af sjókvíaeldi og eitranirnar því fastur liður í starfseminni.

Sjá umfjöllun RÚV:

“Helsta ástæða þess að skordýrum fækkar svo hratt og mikið er mikil notkun skordýra- og illgresiseyðis í landbúnaði. Mikil þéttbýlismyndun og hækkandi hitastig á jörðinni eiga líka þátt í fækkuninni.”