Við höfum trú á að stjórnvöld muni taka tillit til þeirra leiðréttinga og athugasemda sem hafa verið lagðar fram í samráðsferlinu sem ráðuneytið hefur efnt til um efni hennar.

Skýrslan hefur legið fyrir í samráðsgátt frá 28. febrúar og nú þegar umsagnarfrestur er liðinn blasir við að skýrslan hefur fengið falleinkunn.

Meðal þeirra sem tjá sig um skýrsluna er Landvernd en í ítarlegri umsögn sem Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri sendir inn fyrir hönd

Íslenski náttúruverndarsjóðurinn – The Icelandic Wildlif Fund (IWF) lýsir sömuleiðis yfir miklum vonbrigðum með vinnubrögð skýrsluhöfunda í orðum sem fylgja 16 síðna umsögn.

Í umfjöllun Vísis um viðbrögð stjórnvalda segir:

„Ekki verður séð að þau Auður og Jón hafi haft erindi sem erfiði, ekki teljandi ef marka má svör sem bárust Vísi við fyrirspurn sem Vísir beindi til Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra.

Fyrirspurnin er í fjórum liðum. Fyrst var spurt hvernig ráðuneytið hyggðist bregðast við þessum alvarlegu athugasemdum? Þá var spurt hvort ráðuneytið myndi óska þess að BCG myndi skila uppfærðri uppfærðri og leiðréttri skýrslu án þess að til frekari greiðslu komi? Í þriðja lagi var spurt hvort ráðuneytið líti svo á að skýrslan í óbreyttri myndi geti nýst við stefnumótun í þessum málaflokki? Og að endingu: Af hverju var ákveðið að hafa í skýrslu um sjóeldi framleiðslu sem fer fram alfarið á landi? Það er að segja landeldi á laxi og öðrum fisktegundum og ræktun smáþörunga, sem fer til dæmis fram í Jarðhitagarðinum á Hellisheiði?

Svör ráðuneytisins voru eftirfarandi:

„Boston Consulting Group skilaði skýrslu sinni til ráðuneytisins í lok febrúar sl. Um var að ræða lokaafurð fyrirtækisins og var hún gefin út á ábyrgð þess. Efnistök skýrslunnar og vinnsla eru í samræmi við þær kröfur sem gerðar voru í útboði ráðuneytisins þegar tilboða var leitað í gerð skýrslunnar.

Tilgangur birtingar skýrslunnar á samráðsgátt stjórnvalda var að gefa almenningi og hagaðilum tækifæri á að tjá sig um efni hennar þannig að slíkar athugasemdir nýtist við þá stefnumótun sem nú stendur fyrir dyrum.

Ráðuneytið telur að þær fjöldamörgu athugasemdir sem bárust muni nýtast við þá stefnumörkun, þar sem skýrsla BCG og stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar eru grundvallargögn.

Skýrslunni var ekki ætlað að fjalla eingöngu um sjóeldi, eins og gengið er út frá í spurningu 4, heldur var henni ætlað að kortleggja á heildstæðan hátt tækifæri til lagareldis á Íslandi.“

Tilefni spurningar númer fjögur er að samtök landseldisfyrirtækja gengu nýverið í Bændasamtökin. Í stuttu samtali við Vísi sagði formaður Landeldisbænda, Þorvaldur Arnarsson, það svo að þeir teldu sig meira sameiginlegt með landbúnaði en úgerð; eini munurinn á þeim og hefðbundnum bændum væri sá að þeir ælu sínar skepnur í vatni.