Við mælum með þessu spjalli Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi við Auði Önnu- Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra Landverndar, um hina meingölluð Lagareldisskýrslu Boston Consulting Group.

Í ítarlegri umsögn sem Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri um skýrslu Boston Consulting Group inn fyrir hönd Landverndar segir meðal annars: „Stjórn Landverndar telur skýrsluna vera draumóra fiskeldisiðnaðarins og í raun gagnlítið plagg. Mjög alvarlegt er hversu miklum fjármunum af almannafé hefur verið varið til þessarar skýrslugerðar sem er bæði efnislega og að forminu til mjög rýr.“

Helstu athugasemdar Landverndar varða:

  • – Ofuráhersla er efnahagslegan ávinning eldisfyrirtækja
  • – Sviðsmyndir eru óraunhæfar
  • – Grunnreglur umhverfisréttar eru að engu hafðar
  • – Ekki er skýrt hvernig bregðast á við og draga úr alvarlegum umhverfisáhrifum
  • – Algjör vöntun er á sannfærandi umfjöllun um áhrif fiskeldis á losun gróðurhúsalofttegunda, orkunotkun, burðarþol fjarða vegna lífræns efnis eða af lúsalyfjum, plasti og koparoxíði,
  • – Umfjöllun um áhrif á villta laxastofna og aðrar atvinnugreinar er ófullnægjandi
  • – Alvarlegir annmarkar eru á heimilda- og hugtakanotkun