Meiri dauði eldislaxa í sjókvíunum en i Noregi þar sem ástandið þykir hrikalegt, fiskur sleppur í stórum stíl og gengur í ár villta laxins og vaxandi áföll vegna laxalúsar.

Allt er að rætast sem varað var við.

Umfang þessa iðnar hlýtur að verða minnkað. Það er ekki hægt að láta starfsemi viðgangast sem níðist á lífi innan og utan netmöskvanna.

Í umfjöllun RÚV segir meað annars:

Notk­un lúsa­lyfja, eiturs til að drepa lýs á eldislaxi, er neyðarúrræði að sögn Berg­lindar Helgu Bergs­dóttur sér­greina­dýra­lækn­is hjá Matvælastofnun sem var gestur Morgunútvarpsins á Rás 2. Notkun eitrinu hefur nú verið leyfð á átta lax­eld­is­svæðum í Arnarfirði, Tálknafirði og Dýrafirði.

„Frá því að við byrjuðum að meðhöndla 2017 hafa verið svona 4-7 meðhöndlanir á ári. Þetta hefur aukist með umfangi eldisins. Þannig að þetta eru flestar meðhöndlanirnar sem við höfum leyft á einu ári núna í ár.“

Ágengni lúsa á sunnanverðum Vestfjörðum er verri en nokkru sinni. Lús veldur sárum á roði, streitu hjá laxi og veikir ónæmiskerfi þeirra. Berglind óttast að lúsin sé orðin harðgerari og hafi myndað þol fyrir sumum lyfjanna. Notkun efnanna hefur áhrif á nærumhverfi eldissvæða.

„Þetta hefur áhrif á aðra hryggleysingja, önnur krabbadýr og rækju eða getur haft áhrif í nærumhverfi eldissvæðis sem er verið að meðhöndla en það er alltaf leyft að nota eins lítið af þessum lyfjum og hægt er.“