Norskir matreiðslumeistarar eru að taka við sér og fjarlægja eldislax úr opnum sjókvíum af matseðlinum.

Neytendasamtökin í Noregi kröfðust þess í vikunni að umbúðir utanum sjókvíaeldislax yrðu merktar með þeim sjúkdómum sem laxinn þjáðist af fyrir slátrun.

Heljartökin sem þessi skaðlegi iðnaður hefur haft á norsku samfélagi er að losna, sem betur fer náði hann aldrei þeirri stöðu hér.

Allir bestu matreiðslumeistarar Íslands sniðganga lax úr sjókvíaeldi og yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er andsnúinn þessari óboðlegu aðferð við matvælaframleiðslu.

Áfram Ísland!

Fjallað er um málið í Dagens Näringsliv.