Grein frá íbúa við Seyðisfjörð sem lýsir vel þeim fáránlegu aðstæðum sem íbúum þar er boðið upp á.

Grein sinni lýkur Ólafur með timabærri ádrepu:

„Sveitarstjórnarstigið ekki bara í þessu tiltekna sveitarfélagi eru sekt um samdaunasýki við almennt sífellt þyngri og heimskulegri stjórnsýslu um keisarans skegg sem í tilfelli þessa máls var hönnuð frá upphafi til að koma hænsneldinu í gegn án fyrirstöðu og án raunverulegs lýðræðislegs undanfara. Tilsvör sveitarstjórnarfólks sem einkennast af orðhengilshætti sundra tiltrú íbúa á meint lýðræði og tilgang kjörinna fulltrúa. Sömu fulltrúar okkar hafa gerst sekir að stinga hausnum í sandinn í þessu máli og takast ekki á við vilja íbúa né berjast opinberlega fyrir hagsmunum þeirra hvernig sem þeirra afstaða er. Í stað þess liggja nefndir sem þeir stýra í blindu við að grenndarkynna fánastangir og rotþrær við sumarbústaði enda hefur þeim verið sagt „að það eigi að gera”. Ef að sýn á fulltrúalýðræði snýst orðið um að túlka reglur og tilskipanir af ofan en ekki berjast fyrir hagsmunum sinna umbjóðenda með beinum aðgerðum þá má alveg eins setja upp „lagatæknitúlkunargervil” á skrifstofu Múlaþings. Að því sögðu mega fulltrúar líka berjast fyrir því að að trúa á að hænsnaeldið sé málið. Það er bara ekki hægt að fela sig á bak við kerfin því þau eru hönnuð til fyrirframgefnar niðurstöðu. Að ofangefinni samlíkingu um hænsnaeldi á Fljótsdalshéraði sé ég ekki annað en að þar færi ekki allt á hliðina þar við viðlíka aðstæður og eru nú í boði á Seyðisfirði.

Staðreyndin í þessari deilu um mengun, samfélag, atvinnulíf og líklega undir niðri hverjir séu öðrum þóknanlegir til að ráða málum er sú að þeir sem gjalda varhug við þessum fyrirætlunum skrifa aðsendar skammargreinar og koma sér í fjölmiðla. Stjórnendur og eigendur hænsnaeldisins taka upp símann og bóka sinn fund hjá ráðherrum og þingmönnum og breyta leiknum þegar þeir þurfa. Það er ójafnt gefið.

Kjörnir fulltrúar mínir á þingi veit ég almennt hreinlega yfirleitt ekkert hvað eru að gera í þessum málaflokki. Þeir eru amk ekki að stuðla að sátt né sanngirni ef þetta er skýr stefna valdsins.“