Könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2 sýndi að 48 prósent eru fremur eða mjög andvígir laxeldi í sjókvíum á móti 22 prósentum sem eru hlynnt því. Um 30 prósent svarenda sögðust vera einhvers staðar þar á milli.

Þetta eru skýr skilaboð til stjórnvalda. Sjókvíaeldi er óboðleg aðferð við matvælaframleiðslu.

Stöðva þarf útgáfu fleiri leyfa fyrir sjókvíar og setja umgjörð um þennan iðnað sem tryggir umhverfisvernd, skaðleysi lífríkis og mannúðlega meðferð eldisdýranna.

„Almenningur er mun neikvæðari í viðhorfi sínu til laxeldis í sjókvíum við Ísland heldur en til landeldis. Ekki nema tæp 22 prósent segjast vera fremur eða mjög hlynnt sjókvíaeldi við strendur landsins.

Andstaða við slíkan iðnað er hins vegar mun meiri. Í könnun sem Maskína gerði fyrir fréttastofu segjast rúm 48 prósent svarenda vera fremur eða mjög andvígir laxeldi í sjókvíum á móti fyrrnefndum 22 prósentum sem eru hlynnt því.

Um 30 prósent svarenda sögðust vera einhvers staðar þar á milli. …

Viðhorf fólks til laxeldis á landi var einnig kannað og var það allt annað en til sjókvíaeldis. Þar snúast tölurnar nánast alveg við:

Ekki nema rúm 15 prósent segjast fremur eða mjög andvíg landeldinu en tæp 55 prósent hlynnt því. Aftur eru um 30 prósent sem segjast vera þarna mitt á milli.“