Vorið 2017, helstu sérfræðingar Matvælastofnunar (MAST): laxalús verður aldrei sama vandamál í sjókvíaeldi hér við land og í öðrum löndum.

Vorið 2023, 31 eitrun/lyfjafóðrun síðar: mögulega er kominn upp stökkbreyttur og kuldaþolinn stofn af laxalús við Ísland.

Í umfjöllun Morgunblaðsins kemur m.a. fram:

„Nauðsyn­legt er að rann­saka hvernig laxal­ús gat lifað síðastliðinn vet­ur af og ekki síst fjölgað sér í þeim kalda sjó sem var á eld­is­svæðunum á Vest­fjörðum í vet­ur. Hvergi hef­ur þekkst að laxal­ús geti ráðið við slík­ar aðstæður en óvænt þurfti að grípa til beit­ingu lúsa­lyfja í Arnar­f­irði og Pat­reks­firði und­ir lok síðasta mánaðar.

„Það má segja að það hafi komið okk­ur á óvart að það hafi komið lús í þessu magni á þess­um tíma. Sjór­inn hafði verið óvenju kald­ur í vet­ur og var um tíma bara 0,2 gráður í janú­ar og mars. Svo voru þetta svæði sem höfðu verið meðhöndluð með lyfja­fóðrinu Slice fyr­ir ára­mót,“ seg­ir Karl Stein­ar Óskars­son, deild­ar­stjóri fisk­eld­is hjá Mat­væla­stofn­un. …

Ekki er vitað hvað olli því að lús­in lifði vet­ur­inn af. „Það get­ur verið að þetta sé til­fallandi til­felli og erum við þess vegna að vakta stöðuna, en það get­ur líka verið að lús­in sé að þróa aukið kuldaþol. Það eru í sjálfu sér eng­ar rann­sókn­ir í gangi á laxal­ús og það er verk­efni sem heyr­ir ekki und­ir okk­ur,“ seg­ir Karl Stein­ar. Hann seg­ir kanadíska og norska koll­ega sína vart trúa því að þetta hafi átt sér stað. …

Form­leg vökt­un lúsa­fjölda er hins veg­ar tak­mörk­un­um háð. „Sam­kvæmt reglu­gerð má ekki telja lús þegar sjáv­ar­hiti er fjór­ar gráður eða minni. Með þeim aðferðum sem við not­um þarf að taka fisk upp úr kví­un­um og telja lús. Út af vel­ferðarsjón­ar­miðum er ekki talið þar sem það hef­ur nei­kvæð áhrif á fisk­inn að taka hann upp úr svona köld­um sjó.“

Karl Stein­ar seg­ir gild­andi reglu­gerð gera ráð fyr­ir að upp­lýs­ing­ar um lús ber­ist Mat­væla­stofn­un einu sinni í mánuði. „Þá í síðasta lagi fimmtánda næsta mánaðar. Þannig að töl­urn­ar fyr­ir maí, sem við erum að vinna með, þær koma form­lega í síðasta lagi til okk­ar 15. júní og birt­ast í mæla­borði fisk­eld­is und­ir lok júní. Við vilj­um eiga sam­tal við grein­ina um tíðari upp­lýs­inga­gjöf, sér­stak­lega um lús, og við vilj­um að í reglu­gerðarbreyt­ing­um sem nú er unnið að verði einnig inn­leidd skil á upp­lýs­ing­um oft­ar en einu sinni í mánuði.“ …

Hann seg­ir full mögu­legt að skoða frek­ari lúsa­taln­ingu en fram­kvæmt hef­ur verið hingað til án þess að valda of mik­illi rösk­un fyr­ir fisk­inn. Hafn­ar séu próf­an­ir á Vest­fjörðum með svo­kölluðu Optoscale-tæki sem tel­ur lús­ina neðan­sjáv­ar. „Þetta er sjálf­virk­ur bún­ar sem menn eru rétt byrjaðir að prófa sig áfram með.“