Svona er ástandið í boði sjókvíaeldisfyrirtækjanna og þeirra stjórnvaldasem ákváðu að leyfa þennan skaðlega iðnað.
Fjöldi eldislaxa sem hafa náðst hefur hækkað verulega í dag eftir að þessi frétt birtist í hádeginu.

Við stefnum að því að flytja ykkur ljósmyndir og fréttir af vettvangi þessara súrrealísku aðgerða á morgun.

Í frétt RÚV var meðal annars rætt við Guðna Magnús Eiríksson, sviðsstjória lax- og silungsveiðisviðs Fiskistofu.

„Það er ekki búið að ákveða með framhaldið, hvert verði farið næst. Það ræðst af því hversu mikið af eldislaxi er að finna í ánum. Við tökum stöðuna frá degi til dags.“

Kafaranir koma frá norsku fyrirtæki. Í Noregi er farið í yfir 100 ár með þessum hætti á ári hverju til að hreinsa eldislaxa.

„Þetta er fyrirtæki sem er stórt á sínu sviði og vinnur að svona verkefnum, að uppræta eldisfiska. Jafnframt eru þeir að sinna rannsóknum í ferskvatni. Fyrirtækið hefur áratuga reynslu af svona verkefnum.“

Kafararnir eru með skutulbyssur og skjóta eldisfiskinn ef færi gefst. Ef mikið er af fiskinum eru lagðar til aðrar veiðiaðgerðir eins og afdráttarveiði eða netaveiði. …

Fiskistofa ber kostnaðinn af aðgerðunum en fer síðar fram á að Arctic Fish standi straum af kostnaðinum þar sem fyrirtækið ber ábyrgð á sjókvínni í Patreksfirði.

Gunnar Örn Petersen, framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga, segir að fundist hafi 138 fiskar í 31 ám.