Við hjá IWF höfum ákveðið að styrkja söfnun heimafólks á Seyðisfirði um 250.000 krónur vegna málshöfðunar þeirra til ógildingar á strandsvæðaskipulagi Austfjarða.

Öll framlög renna óskert til baráttu heimafólks gegn áformum um sjókvíaeldi af iðnaðarskala í firðinum.

Söfnunin fer fram í gegnum Lögverndarsjóð náttúru og umhverfis. Tekið er við framlögum inn á bankareikning sjóðsins:
0344-13-030252, kennitala: 630802-2370

Deilum þessari færslu og fáum sem flest með okkur í lið.

Hver króna skiptir máli!