Í þessu stutta skýringamynbandi er útskýrt af hverju lúsafár í sjókvíaeldi er svo skelfilegt fyrir villta silungs- og laxastofna.

Tillaga sjávarútvegsráðherra um að afnema fjarlægðarmörk sjókvia frá ósum laxveiðiáa er fráleit og í raun óskiljanlegt af hverju hún var lögð fram. Þau reglugerðardrög sem ráðherra kynnti á dögunum í samráðsgátt stjórnvalda skila nánast auðu þegar kemur að lúsavandandum í sjókvíaeldinu.

Þetta er grafalvarlegt mál því rannsóknir sýna að lúsafárið i sjókvíaeldinu er þegar farið að valda skaða á villtum stofnum laxfiska í nágrenni við kvíarnar.