Talið er að allt að 30 þúsund þriggja kílóa eldislaxa hafi sloppið úr sjókví við Noreg eftir að óveður gekk yfir.

Sjókviastöðin er við Luröy og uppfyllti hinn margumtalaða norska staðal sem sjókvíaeldistalsmenn hér reyna að telja fólki trú um að geri kvíar nánast ónæmar fyrir áföllum. Svo er að sjálfsögðu ekki. Sjókví er alltaf í grunninn netapoki sem hangir í grind, berskjaldaður fyrir vondu veðri og bátsskrúfum. Spurningin er bara hvenær netapokinn brestur, ekki hvort.

Sjá umfjöllun norska héraðsfréttamiðilsins Rananon.