„Þið þurfið ekki á mér að halda til að segja ykkur að Ísland er sérstakur staður. Á mínum 85 æviárum hef ég komið á marga framandi staði sem veiðimaður, og sem stofnandi Patagonia-vörumerkisins – og enginn þeirra jafnast á við landið ykkar “ segir Yvon Chouinard, stofnanda útivistarmerkisins Patagonia í tilfinnaríkri umsögn sinni um frumvarp matvælaráðherra um lagareldi.

Chouinard hefur einsog allir Íslands- og náttúruvinir áhyggjur af sjókvíaeldi á laxi í fjörðunum okkar.

„Nú er ég áhyggjufullur um að ekki verði aftur snúið. Frá fyrstu ferð minni til Íslands árið 1960 höfum við sé villta laxastofninn hrynja. Og nú, ef við leyfum laxeldisiðnaðinum að halda ótrautt áfram, mun stofninn einungis verða hluti af sögubókunum, og þessi óaðfinnanlega náttúra spillast. Það hefur nú þegar gerst í Bretlandi og Noregi.“

Vísir fjallar um umsagnir um frumvarpið:

Rúmlega 160 umsagnir hafa borist um frumvarp matvælaráðherra um lagareldi. Ein þessara umsagna barst í fyrradag og kemur frá hinum 85 ára gamla Yvon Chouinard, stofnanda útivistarmerkisins Patagonia.

Í fyrra var hann settur á lista tímaritsins Time yfir hundrað áhrifamestu manneskjur heims.


„Ég er stangveiðimaður og hef varið mörgum góðum dögum við íslenskar ár, að veiða lax. Á þeim tíma hef ég eignast marga íslenska vini sem deila ástíðu minni á náttúrunni og þörfinni fyrir að vernda hana,“ segir í umsögn Chouinard þar sem hann deilir í stuttu máli reynslu sinni af Íslandi.

Chouinard heldur því fram að hagkerfið snúist umhverfis náttúruna, ekki öfugt, og vill þar af leiðandi meina að eyðilegging náttúrunnar hafi í för með sér eyðingu hagkerfisins. Hann hvetur Íslendinga til að sýna frumkvæði í málinu senda þar með skilaboð til Evrópu.