Um 35.000 eldislaxar sem sluppu úr sjókví í Sognfirði á vesturströnd Noregs voru sýktir af þremur veirusjúkdómum. Útilokað er annað en að villtur lax muni smitast. Sognfjörður er stærsti fjörður Noregs og við hann er fjöldi innfjarða með vatnsföllum þar sem villtir laxastofnar eiga sín óðul. Sýktur eldislax hefur verið að finnast í fjölmörgum af þessum ám.
Þetta er stærsta sleppislysi í norsku sjókvíaeldi í nokkur ár, en er þó aðeins 39 prósent af þeim fjölda sem Arnarlax missti frá sér úr einni sjókví í Arnarfirði í fyrra.
Samkvæmt nýbirtum tölum Matvælastofnunar eru nú 20,7 milljónir eldislaxar í sjókvíum við Ísland. Það er um 376-faldur íslenski villti laxastofninn.
Sjókvíaeldi er skelfilegur iðnaður. Sjúkdómar og sníkjudýr grassera í sjókvíunum sem eru troðnar af laxi. Þetta er óboðleg aðferð við matvælaframleiðslu.
Í frétt NRK um þetta mál segir m.a.:
„I dag presenterte Norges Jeger- og Fiskerforbund og Universitet i Bergen funna etter at 35.000 laks rømte frå Aller Aqua sitt anlegg i Vadheimsfjorden i slutten av oktober.
På over 100 fisk som er fanga og analysert har det blitt påvist fleire alvorlege sjukdommar.
Pankreas sjukdom (PD), hjarte- og skjelettmuskelbetennelse (PRV) og piscint myokarditt virus (PMCV) er funnen på fisken som er tatt i elvane i Vik, Hyllestad og Sogndal.“