Eldislax úr sjókvíaeldi hefur fundist á hrygningartíma í Fífustaðadalsá í Arnarfirði í fimm ár af þeim sjö árum sem fylgst hefur verið með ánni.

Á þessu tímabili hefur eldislax verið á bilinu 5,6 til 21,7% hrygningarlaxanna í ánni.

Einsog höfundur rannsóknarinnar, Jóhannes Sturlaugsson hjá Laxfiskum, bendir á þarf ekki að orðlengja hversu viðkvæmir litlir laxastofnar á borð við þann í Fífustaðadalsá eru gagnvart áhrifum eldis á laxi í sjókvíum í næsta nágrenni. “Laxastofninn í Fífustaðadalsá og aðrir íslenskir laxastofnar eru í sívaxandi hættu vegna erfðablöndunar og laxalúsavandamála sem sjókvíaeldi á norskum laxi við Íslandsstrendur veldur. Laxalýs frá laxeldinu í Arnarfirði draga einnig úr lífslíkum sjóbirtinga úr ánum í firðinum,” segir Jóhannes.

Staðreyndin er sú að sjókvíaeldi er niðurgreitt af náttúrunni. Umhverfið fær sendan reikninginn fyrir menguninni sem streymir óhindrað út um netmöskvana og villtir laxastofnar bera skaðann af erfðablönduninni. Þetta er óboðleg aðferð við matvælaframleiðslu.

Við hvetjum alla til að horfa á þetta myndband:

https://vimeo.com/641931454