Veiga Grétarsdóttir birtir virkilega áugavert myndband sem útskýrir með skýrum og aðgengilegum hætti hvernig sjókvíaeldi er ein skæðasta uppspretta örplastsmengunar í sjó á Vestfjörðum og Austfjörðum. Sjókvíaeldi á laxi er óboðleg aðferð við matvælaframleiðslu

Horfið á myndbandið sem er á facebook-síðu Veigu.

“Fyrir um einu og hálfu ári síðan fór ég að skoða sjókvíaeldi hérna á vestfjörðum og austfjörðum. Síðan þá er margt búið að gerast og ég hef orðið vitni að ansi mörgu slæmu sem snýr að þessum iðnaði sem segir manni að þetta eigi ekki að viðgangast í náttúrunni okkar.

En af mörgum þeim skuggahliðum sem þessi iðnaður hefur þá held ég að þetta sé sú versta af þeim öllum.

Einhverra hluta vegna virðast eftirlitsstofnanir ekki vita af öllu þessi míkróplasti sem er dælt í sjóninn en fyrirtækin vita af því og gera ekkert til að draga úr þessari mengun.

Ég skora á stjórnvöld að girða sig í brók og rannsaka þetta sem hefði átt að vera búið að gera fyrir löngu.

Ef þetta slær þig áhorfandi góður þá hvet ég þig til að deila þessu myndbandi og taka afstöðu með náttúrunni.”