Niðurstöður skýrslu Hafrannsóknastofnunar sem sýna útbreidda erfðablöndun eldislax við villta stofna eru á þann veg að stjórnvöld hljóta að grípa strax í taumana. Þegar þau rannsóknasýni voru tekin sem skýrslan byggir á, þá var ársframleiðslan af eldislaxi 6.900. Á þeim árum sem eru liðin hefur framleiðslan verið milli 30.000 og 40.000 tonn.

Núgildandi áhættumat Hafrannsóknastofnunar gerir ráð fyrir 106.500 tonna ársframleiðslu. Dagar villta íslenska laxins eru taldir ef þau áform ganga eftir.

Í umfjöllun Morgunblaðsins segir:

„Skýrsla Haf­rann­sókna­stofn­un­ar um erfðablönd­un villta ís­lenska lax­ins og norskra eld­islaxa í sjókví­um við landið, hef­ur loks­ins litið dags­ins ljós. Skýrsl­an staðfest­ir það sem marg­ir óttuðust að erfðablönd­un hef­ur átt sér stað í fjöl­mörg­um laxveiðiám.

Niður­stöðurn­ar eru hroll­vekj­andi fyr­ir margra hluta sak­ir. Erfðablöndu get­ur breytt miklu þegar villt­ir stofn­ar eiga í hlut og jafn­vel valdið hnign­un þeirra, seg­ir meðal ann­ars í skýrsl­unni. …

Sama hvernig á málið er litið er um að ræða kol­svarta skýrslu sem boðar mikl­ar nátt­úru­vá fyr­ir villta ís­lenska lax­inn. Ísland er að verða eitt helsta og síðasta vígi þessa merka fisks en nú er staðfest að það vígi er að hruni komið.

Í frétt á vef Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar um skýrsl­una seg­ir. „Rann­sókn­in greindi sýni sem rekja má til hrygn­ing­ar á ár­un­um 2014 til 2019. Á þeim árum var fram­leiðslu­magn í lax­eldi í sjókví­um að meðaltali 6900 tonn.“ Þessi orð sýna að skýrsl­an er ekki bara byggð á göml­um gögn­um held­ur hafa aðstæður við Íslands­strend­ur gjör­breyst frá þeim tíma. Sjókvía­eldi hef­ur marg­fald­ast.

Um niður­stöðurn­ar seg­ir í sömu frétt. „Alls greind­ust 133 fyrstu kyn­slóðar blend­ing­ar (af­kvæmi eld­islaxa og villtra laxa) í 17 ám (2,1% sýna, inn­an 18% áa). Eldri blönd­un (önn­ur kyn­slóð eða eldri) greind­ist í 141 seiðum í 26 ám (2,2% sýna, inn­an 29% áa).

Svo seg­ir: „Fyrstu kyn­slóðar blend­ing­ar voru al­geng­ari á Vest­fjörðum en Aust­fjörðum sem er í sam­ræmi við að eldið á Aust­fjörðum hófst síðar og hef­ur verið um­fangs­minna.

Eldri erfðablönd­un var tíðari á Aust­fjörðum en Vest­fjörðum og teng­ist lík­leg­ast eld­inu sem þar var starf­rækt í byrj­un þess­ar­ar ald­ar. Eldri erfðablönd­un var mest áber­andi í Breiðdalsá og greind­ist í 32% (72 af 228) seiðanna.

Erfðablönd­un greind­ist yf­ir­leitt í minna en 50 km fjar­lægð frá eld­is­svæðum en nokkr­ir blend­ing­ar fund­ust í allt að 250 km fjar­lægð.“

Þess­ar niður­stöður þarf ekki að túlka. Tug­ir áa fóstra nú erfðablandaða laxa sam­kvæmt því stöðumati sem Hafró tók fyr­ir bráðum fjór­um árum. Eld­inu hef­ur svo sann­ar­lega vaxið fisk­ur um hrygg og það er nokkuð ljóst að með miklu um­fangs­meira sjókvía­eldi hef­ur sleppilöx­um fjölgað.“