Enn og aftur eru sjókvíaeldisfyrirtækin að fara að dæla skordýraeitri í sjóinn fyrir vestan. Í þetta skiptið á að nota efni sem Wikipedia útskýrir með þessum orðum: “Azamethiphos is very toxic for the environment.”

MAST hefur heimilað notkun þessa eiturefnis gegn laxal­ús á eld­islaxi á tveimur sjókví­aeldissvæðum í Tálknafirði.
Lúsasmits er greinilega slæmt víðar fyrir vestan því sjókvíaeldisfyrirtækin hafa líka sótt um leyfi fyrir eitrunum í Arnar­f­irði og Pat­reks­firði.

Rekstur þessara fyrirtækja er viðvarandi umhverfisslys.

Í umfjöllun Morgunblaðsins kemur m.a. fram:

„Fiski­sjúk­dóm­a­nefnd ákvað á fundi sín­um 4. sept­em­ber að mæla með því að Mat­væla­stofn­un samþykki tvær um­sókn­ir um notk­un lyfja gegn laxal­ús vegna fjölg­un lúsa á eld­islaxi í sjókví­um í Tálk­an­f­irði. Þá var lagt til að af­greiðsla tveggja um­sókna um notk­un lyfja í Arnar­f­irði yrði frestað og að um­sókn um lúsameðhöndl­un í Pat­reks­firði yrði hafnað.

Þetta kem­ur fram í fund­ar­gerð nefnd­ar­inn­ar sem birt hef­ur verið á vef Mat­væla­stofn­un­ar.

Í fund­ar­gerðinni seg­ir að út frá fyr­ir­liggj­andi gögn­um um stöðu og þróun hafi Fisk­sjúk­dóm­a­nefnd mælt með lúsameðhöndl­un á eld­islaxi með Salmos­an (Aza­met­hip­hos) lúsa­lyfi í Hvanna­dal í Tálknafirði. Einnig taldi nefnd­in að til­efni væri til að mæla með notk­un Salmos­an og að hluta til Slice (Ema­mect­in) lúsa­lyfi í Laug­ar­dal i Tálknafirði.

Ekki var tal­in ástæða til að mæla með notk­un Salmos­an í Kvíg­ind­is­dal í Pat­reks­firði. „Að um­fjöll­un lok­inni komst fisk­sjúk­dóm­a­nefnd að þeirri sam­dóma niður­stöðu að mæla ekki með því við Mat­væla­stofn­un að heim­ila umbeðna lyfjameðhöndl­un í Pat­reks­firði. Þar eru lúsa­töl­ur vissu­lega háar, en verið er að slátra upp af svæðinu og er áætlað að þeirri fram­kvæmd verði lokið um miðjan sept­em­ber. Útfrá um­hverf­is- og vel­ferðarsjón­ar­miðum fisks­ins hníga flest rök að þeirri niður­stöðu að ekki sé rétt að meðhöndla með lúsa­lyfi. Um sé að ræða neyðarráðstöf­un sem nái ekki til­gangi sín­um fáum dög­um fyr­ir slátrun.“