Hvað finnst ykkur um þessi vinnubrögð hjá sjókvíaeldisfyrirtækinu?

Heimildin fjallaði um gjafmildi Fiskeldis Austfjarða:

Laxeldisfyrirtækið Fiskeldi Austfjarða, sem stundar laxeldi á Austfjörðum og hyggur á stórfellt laxeldi í Seyðisfirði, gaf 6 til 8 milljónir króna til sveitarfélagsins Múlaþings nýlega. Gjöfin var til að vinna að mengunarvörnum í Seyðisfirði vegna olíuleka frá skipinu El Grilló. Þetta kemur fram í fundargerð frá Umhverfis- og framkvæmdanefnd Múlaþings frá því á mánudaginn. …

Jens Garðar Helgason, framkvæmdstjóri Laxeldis Austfjarða, hefur gefið það út að fyrirtækið muni vinna í því að reyna að fá íbúa í Múlaþingi í lið með sér með kynningar- og fræðslustarfi um laxeldið. …

Fram kemur í fundargerðinni, undir liðnum „ábyrgð fylgjandi því að gefa og þiggja“ að fulltrúar minnihlutans spyrji sig spurninga um gjöfina frá laxeldisfyrirtækinu. „Við, fulltrúar V-lista og M-lista, köllum eftir því að settar verði skýrar reglur um gjafir til sveitarfélagsins í ljósi umræðna á fundinum.“

Á fundinum kom fram að eðli gjafarinnar hafi verið efni, verkfæri og vinna við mengunarvarnir í firðinum. Í fundargerðinni segir: „Fulltrúar V-lista og M-lista lögðu fram eftirfarandi bókun:Á 92. fundi Umhverfis- og framkvæmdaráðs 28.08. 2023 kom það fram undir umræðu við 1. dagskrárlið; Málefni hafna í Múlaþingi, að nýverið hefði höfnin á Seyðisfirði (eign Múlaþings) þegið gjöf af Fiskeldi Austfjarða í formi efnis, verkfæra og vinnu tengt því mikilvæga verkefni að vinna gegn olíuleka úr El Grilló. Samkvæmt þeim upplýsingum sem fram komu á fundinum var verðmæti umræddrar gjafar talið nema a.m.k. 6 – 8 milljónir króna.“