Sjávarútvegsritstjórn Morgunblaðsins birtir merkilegt viðtal í 200 mílum. Rætt er við Michelle Lorraine Valli­ant, sem hefur und­an­far­in ár stundað rann­sókn­ir á líf­ríki sjáv­ar á Vest­fjörðum. Nýjar rann­sóknir henn­ar sýna að ungviði þorsk­teg­unda leit­ar í kalkþör­unga­breiður í fjörðunum. Michelle bendir á að þetta eru viðkvæm svæði sem geta ekki náð sér aft­ur á strik ef þau skemm­ast.

Á sama tíma eru stjórnvöld að heimila stórfelldan vöxt í sjókvíaeldi á laxi þar sem mengunin fellur til botns og malbikar botninn með þykku lagi af fóðurleyfum og skít. Þar þrífst svo nánast ekkert líf.

Sigurður Guðjónsson, fyrrverandi forstjóri Hafrannsóknastofnunar, varaði einmitt á sínum tíma við að uppeldisstöðvar þorsksins í Djúpinu gætu verið í hættu ef menn færu illa að ráði sínu í sjókvíaeldinu.

Í Morgunblaðinu segir meðal annars:

„Rann­sókn­ir sín­ar gerði Michelle í fjörðum sem ganga inn af Ísa­fjarðar­djúpi, sum­arið 2019 og aft­ur sum­arið 2021, en tíma­bilið frá júlí til sept­em­ber er sá tími árs­ins sem svo­kölluð 0-grúppu-þorsk­seiði (þ.e. þorsk­seiði á fyrsta ári) leita til botns. Bæði kafaði hún niður að kalkþör­unga­breiðunum sem þar er að finna, til að fram­kvæma taln­ingu, og notaði einnig staðbund­inn mynda­véla­búnað til að telja fiska jafnt inn­an um breiðurn­ar og á aðlæg­um sand- og mal­ar­botni.

Reynd­ist svæðið vera iðandi af lífi og pass­ar það við eldri kenn­ing­ar, en Michelle seg­ir að fram til þessa hafi til­tölu­lega fáar rann­sókn­ir verið gerðar á hlut­verki kalkþör­unga­breiða sem upp­vaxt­ar­svæða fisk­seiða. Þá sýndi sam­an­b­urður­inn við svæði með sand- og mal­ar­botni að ungviði þorsk­teg­unda sæk­ir í kalkþör­unga­breiðurn­ar um­fram önn­ur svæði.

Að sögn Michelle er full þörf á að hvetja til betri umræðu á milli vís­inda­sam­fé­lags, sjáv­ar­út­vegs og sjáv­ar­byggða um hlut­verk og vernd­un kalkþör­unga­breiða. „Vís­inda­sam­fé­lagið þarf að miðla bet­ur því sem rann­sókn­ir kenna okk­ur um líf­ríki sjáv­ar og taka þátt í mót­un betri aðferða til að nýta auðlind­ir hafs­ins. Grun­ar mig að sum­ir geri sér t.d. enga grein fyr­ir því hlut­verki sem vist­kerfi í fjörðum þjón­ar í upp­vexti ungviðis þorsk­teg­unda,“ út­skýr­ir hún. „Ættu rann­sókn­ir á ástandi og hlut­verki kalkþör­unga­breiða að vera hluti af ákv­arðana­töku bæði hvað varðar upp­gröft kalkþör­ungs og hvort ráðlegt sé að koma fyr­ir mann­virkj­um á vaxt­ar­svæðum kór­alþör­unga.“