Yfirvöld í Washington ríki á vesturströnd Bandaríkjanna hafa gefið sjókvíaeldisfyrirtækinu Cooke Aquaculture frest til 14. desember til að fjarlægja allar sjókvíar.

Washington ríki bannaði sjókvíaeldi á Atlantshafslaxi árið 2019 í kjölfar þess að Cooke hafði misst 263.000 eldislaxa úr kvíum sínum árið 2017.

Fyrirtækið hóf þá eldi á regnbogasilungi í kvíum sínum en hefur nú verið gert að hafa sig á brott. Ástæðan er mengun og umhverfisskaði af völdum þessarar starfsemi.

Í frétt Intrafish kemur fram að rekstrarleyfi síðustu opnu eldiskvía Kanadíska fyrirtækisins Cooke Aquaculture í Washington ríki verði ekki endurnýjaðar.