Ingibjörg G. Jónsdóttir, sjávarvistfræðingur á botnsjávarsviði Hafrannsóknastofnunar, bendir á hættuna sem þorskstofninn er í vegna sjókvíaeldis á laxi og regnbogasilungi, i meðfylgjandi viðtali sem birt var í sjómannadagsblaði 200 mílna.

Við hjá IWF höfum ítrekað vakið athygli á að sjókvíaeldi getur raskað umhverfi uppeldisstöðva þorskseiða með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir þorskstofninn, einn mikilvægasti nytjastofn landsins.

Með miklum ólíkindum er hversu óvarlega stjórnvöld hegða sér þegar þessi hætta er vel þekkt. Og þá ekki síður að Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hafi tekið að sér hagsmunagæslu fyrir sjókvíaeldisiðnaðinn, sem ógnar beinlínis einu mikilvægara fjöreggi þjóðarinnar.

Ingibjörg svarar spurningu Morgunblaðsins um hvað séu alvarlegustu áskoranir þorskstofnsins:

„Sjókvía­eldi og nýt­ing kalkþör­unga hafa áhrif á líf­ríkið á hafs­botni og get­ur raskað um­hverfi þorsk­seiða sem um sinn hef­ur áhrif á þorsk­stofn­inn, sem er einn mik­il­væg­asti nytja­stofn lands­ins. …

„Ein helsta áskor­un þorsk­stofns­ins er lík­lega lofts­lags­breyt­ing­ar. Ef hita­stig sjáv­ar hækk­ar mun það senni­lega leiða til norðlæg­ari út­breiðslu þorsks­ins. En á sama tíma hef­ur hækk­andi hita­stig nei­kvæð áhrif á mik­il­væg­ar fæðuteg­und­ir þorsks; rækju og loðnu, sem báðar eru kald­sjáv­ar­teg­und­ir. Útbreiðsla og göng­ur loðnu hafa nú þegar breyst og hef­ur aðgengi þorsks að henni því minnkað,“ svaraði hún en sagði jafn­framt áskor­an­ir stofns­ins flókn­ar og fjöl­marg­ar.

„Annað sem vert er að nefna er upp­eld­is­svæði þorsks en eft­ir svif­lægt lirfu­stig tek­ur ungviði botn á land­grunn­inu og inni á fjörðum og fló­um. Á þess­um svæðum gæt­ir áhrifa manns­ins.“ Benti hún á að fisk­eld­inu fylgi auk­inn líf­rænn úr­gang­ur sem geti haft nei­kvæð áhrif á líf­ríkið auk þess sem notk­un lyfja hef­ur nei­kvæð áhrif á hrygg­leys­ingja sem eru mik­il­væg fæða þorsk­seiða.

Þá er nýt­ing kalkþör­unga­svæða sömu­leiðis áhrifaþátt­ur en þau eru mik­il­væg búsvæði seiða.“