Borðum við sjálfdauðan lax og lax sem hefur þurfta að þola gríðarlegar þjáningar af völdum lúsa- og bakteríuskaða?

Þetta var meðal spurninga sem þáttastjórnandi norska ríkissjónvarpsins lagði fyrir gesti í sjónvarpssali í gær.

Meðal myndefnis sem var sýnt í útsendingunni var efni sem sýndi martraðarkennt ástand í sjókvíum Arnarlax og Arctic Fish í haust, þar sem laxalús og bakteríusýkingar fengu vegna sinnuleysis og óviðunandi viðbragða fyrirtækjanna að leika eldisdýrin hræðilega.

Hægt er að horfa á umræðurnar með enskum texta.
Iðnaður sem fer svona dýr, losar gríðarlegt magn af óhreinsuðu skólpi í umhverfið og skaðar lífríkið, villtan lax og sjávardýr, á auðvitað ekki að fá að viðgangast. Við ætlum að stoppa hann saman kæru baráttusystkini.

Við mælum með umfjöllun NRK sem má nálgast hér.